Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi

Skotturnar, regnhlífasamtök 20 íslenskra kvennasamtaka halda ráðstefnu um kynferðisofbeldi Háskólabíói við Hagatorg þann 24.okt. 2010 frá kl. 10 – 17.

Fundarstýra er Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Dagskrá:
10.00 – 10.15 Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti og verndari Skottanna setur ráðstefnuna
10.15 – 10.45 Umboðskona Sameinuðu þjóðanna í ofbeldismálum, frú Rashida Manjoo
10.45 – 11.15 Janice Raymond prófessor, Coalition against Trafficking in Women: “Resisting the Demand for Prostitution and Trafficking”
11.15 – 11.30 Menningaratriði
11.30 – 12.00 Frú Zvjezdana Batkovic frá CARE International NWB: ” Young Men´s Initiative”
12.00 – 13.30 Hádegisverður og menningaratriði
13.30 – 14.00 Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs og meðlimur í hópnum “We Must Unite”, sem er hópur 14 heimsþekktra karlleiðtoga á vegum Ban Ki-moon´s aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogarnir hafa skuldbundið sig til þess að setja baráttuna gegn kynferðisofbeldi í forgang í störfum sínum.
14.00 – 14.30 Dr. Esohe Aghatise frá Nígeríu: “Gender Violence in Africa: Prostitution and Trafficking in Select African Countries”
14.30 – 15.00 Ms. Ruchira Gupta, forseti Apne Aap Women Worldwide, Indlandi
15.00 – 15.30 Kaffi
15.30 – 16.00 Taina Bien Aime, framkvæmdastýra samtakanna EQUALITY NOW!: “Grassroots Activism to End Women’s Rights Violations”
16.00 – 16.30 Margarita Guille frá Mexíkó, og í stjórn alþjóðasamtaka kvennaathvarfa: “Shelters and Women at Risk in Latin America, Why Do We Need to Network?”
16.30 – 17.00 Guðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Skottanna “The Burning Iissues in the Fight Against Gender Based Violence in Iceland”

Þátttökugjald er 3.000,- kr ef greitt er fyrir 15. október. Eftir 15. október er skráningargjaldið 4.000,- kr. Innnifalið í þátttökugjaldi eru ráðstefnugögn, léttur hádegisverður og eftirmiðdagskaffi.

Skráning fer fram hér