- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 25. nóvember síðastliðinn hófst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hérlendis með Ljósagöngu og morgunverðarfundi á vegum Unifem. Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í sjöunda sinn á Íslandi en megið markmið þess er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að vekja athygli á afleiðingum kynbundins ofbeldis og krefjast aðstoðar og stuðnings fyrir brotaþola.
Á meðan á 16 daga átakinu stendur munu Þjóðmenningarhúsið í Reykjavík og Ráðhús Akureyrarbæjar vera lýst með appelsínugulu ljósi, lit átaksins, til að vekja athygli á málsstaðnum. Greinar um kynbundið ofbeldi munu birtast á heimasíðu Jafnréttisstofu, í dagblöðum og á fésbókarsíðu átaksins.
Ýmsir viðburðir verða í gangi í 16 daga átakinu og mun Jafnréttisstofa í samstarfi við félagasamtök og stofnanir standa fyrir kvikmyndasýningu á Akureyri þann 7. desember, fræðslu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess og samstöðu á Ráðhústorgi þann 9. desember til að sýna stuðning við brotaþola kynbundins ofbeldis.
Nánari upplýsingar um atburði átaksins má finna hér