- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Skráning er hafin á landsfund jafnréttisnefnda, en hann verður haldinn í Fjarðabyggð dagana 4. og 5. júní nk. Fundurinn fer fram í húsakynnum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og þar er einnig boðið upp á gistingu fyrir landsfundargesti.
Á landsfundinum verður meðal annars fjallað um konur og stjórnmál, jafnréttisverkefni sveitarfélaga og upplausn karlmennskunnar, en eitt meginþema fundarins er álver, virkjanir og jafnrétti.
Fulltrúar frá Alcan á Íslandi og Alcoa Fjarðaráli munu tala um jafnréttisstefnu fyrirtækjanna, auk þess sem sérfræðingur frá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri heldur erindi um samfélagsáhrif álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi út frá kynjasjónarmiði. Einnig verður fjallað um leið kvenna inn í stjórnmál og staða kvenna eftir kosningarnar skoðuð.
Landsfundurinn er ætlaður fulltrúum í nefndum sveitarfélaga sem fara með jafnréttismál og starfsmönnum nefndanna. Skráning á landsfundinn fer fram hjá Jafnréttisstofu í síma 460 6200 eða með tölvupósti í netfangið jafnretti@jafnretti.is til 30. maí. Dagskrá landsfundarins má sjá hér.