Ársskýrsla Jafnréttisráðs

Út er komin ársskýrsla Jafnréttisráðs fyrir tímabilið 2015-2016, en ráðið er ein af fastanefndum velferðarráðuneytisins og  starfar á grundvelli laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008. 



Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.

Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir störf ráðsins á frá ágúst 2015 til október 2016.

Ársslýrsla Jafnréttisráðs 2015-2017 (pdf).