- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Starf stofunnar árið 2005 var mjög margþætt. Jafnréttisstofa fagnaði fimm ára afmæli sínu, gaf bókasafn sitt til Háskólans á Akureyri til að auðvelda aðgengi ásamt því að taka þátt í margvíslegu samstarfi bæði innan lands og utan.
Á undanförnum árum hefur Jafnréttisstofa tekið þátt í ýmsum fjölþjóðlegum verkefnum innan ramma Jafnréttisáætlunar Evrópusambandsins (ESB). Á árinu 2005 var unnið að verkefninu Sports, Media and Stereotypes sem stofan leiddi en þar var birtingarmynd kynjanna í íþróttafréttum rannsökuð. Meginafurð verkefnisins var kennslu- og fræðsluefni um staðalímyndir kynjanna fyrir íþróttafréttamenn og þjálfara á Íslandi, Ítalíu, og í Austurríki, Litháen og Noregi.
Til Jafnréttisstofu geta einstaklingar, félög, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leitað eftir ráðgjöf um málefni sem varða jafnrétti kynjanna. Þeim sem nota þessa þjónustu hefur fjölgað töluvert ár frá ári á þeim fimm árum sem stofan hefur starfað.
Fáðu eintak hér!
Frekari upplýsingar fást hjá Jafnréttisstofu í síma 460-6200