- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2009 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili. Starfsemi Jafnréttisstofu er margþætt og verkefni sem unnin voru á hennar vegum á árinu sýna það glöggt. Af þeim ber helst að nefna að haldnar voru fjórar stórar ráðstefnur í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, útgefin rit voru mörg þar á meðal um kynjasamþættingu og jafnréttisáætlanir og þróunarverkefnið Jafnrétti í leik- og grunnskólum sem hefur vakið mikla athygli. Hér má lesa Ársskýrslu Jafnréttisstofu 2009.