- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árið 2011 var viðburðaríkt í jafnréttismálum og miklar annir á Jafnréttisstofu eins og jafnan áður. Þriðja árið í röð mældist Ísland í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Hér á landi var haldið jafnréttisþing, samþykkt ný framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, stór skýrsla var gefin út um ofbeldi í nánum samböndum, hópur settur á laggir um aukna þátttöku karla í jafnréttismálum og fleira mætti telja.Starfsfólk Jafnréttisstofu tók virkan þátt í fyrrgreindum verkefnum en það flutti líka fjölda erinda, tók þátt í ráðstefnum, gaf út fræðsluefni og sinnti því mikilvæga starfi að kalla inn og fara yfir jafnréttisáætlanir fjármálastofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja, svo eitthvað sé nefnt. Jafnréttisstofa hefur sætt miklum niðurskurði undanfarin ár og það setur sitt mark á starfið. Í stað þess að skera, þyrfti að efla stofuna verulega til þess að unnt verði að taka fleiri skref í átt að jafnri stöðu kynjanna, halda hlut okkar alþjóðlega og vera áfram mikilvægar fyrirmyndir í heimi sem glímir allt of víða við misrétti, misskiptingu og vopnaskak.
Hér má lesa ársskýrsluna.