- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október 2010.
Kvennahreyfingin á Íslandi á sér nú langa sögu sem einkennst hefur af áræðni, átökum, glettni, sorgum og sigrum. Á málþinginu verða reifaðar helstu niðurstöður rannsókna á hugmyndafræði, baráttuaðferðum, og átakapunktum kvennahreyfingarinnar á ólíkum tímum. Fyrirlesarar munu fjalla um Rauðsokkahreyfinguna, kvennaframboðin og femínista 21. aldarinnar en jafnframt segja frá eigin reynslu úr kvennabaráttunni og draga fram lexíur sem eiga erindi við kvennahreyfingu samtímans. Tekist verður á við spurningar eins og: Hverju hefur kvennabaráttan áorkað? Sýnir sagan að eitthvað sé varhugavert í kvennahreyfingunni? Hverju gleymdi kvennabaráttan? Hvert á kvennahreyfing 21. aldarinnar að stefna?
DAGSKRÁ
Fundarstýra: Dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands.
Frummælendur:
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum
Kvennabarátta var stéttabarátta. Um Rauðsokkahreyfinguna árin 1975-1980.
Kristín Jónsdóttir, M.A. í sagnfræði .
Kvennahreyfingin á Íslandi á krossgötum. Hvað getum við lært af kvennaframboðunum?
Droplaug Margrét Jónsdóttir, M.A. í mannfræði.
Jafnrétti kynjanna. Fylgir hugur máli?
Þátttakendur í pallborði:
Lilja Ólafsdóttir, ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar
Gerður Kristný, rithöfundur
Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands
Bryndís Bjarnarson, verkefnisstýra, kynnir Kvennafrídaginn 2010.
Öll velkomin!
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum
www.rikk.hi.is