- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Mánudaginn 21. nóvember frá kl. 12:00 til 14:45 boða Háskólinn á Akureyri og Jafnréttisstofa til málþings í hátíðarsal skólans. Málþingið ber yfirskriftina „Börnin njóti vafans“ og fjallar um heimilisofbeldi og áföll. Dagskrána má finna hér.
Málþingið er liður í dagskrá árlegs alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið átaksins er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hörmungar heimilisofbeldis koma okkur öllum við, - hörmungarnar eru ekki einkamál þeirra sem þjást.
Málþingið er lokaafurð námskeiðsins Sálræn áföll og ofbeldi sem kennt er í framhaldsnámi á heilbrigðisvísindasviði HA. Umsjónarmaður námskeiðsins er Sigrún Sigurðardóttir lektor við HA.