- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fundur um samvinnu gegn heimilisofbeldi á Norðurlandi eystra mánudaginn 4. desember frá kl. 10:00 til 12:00. Fundurinn sem er öllum opinn er haldinn á Jafnréttisstofu í anddyri Borga við Norðurslóð (háa húsið við hliðina á Háskólanum á Akureyri). Fundarstjóri er Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Fundurinn er haldinn í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Upphafsdagur átaksins 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagur átaksins 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.