- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á Jafnréttistorgi miðvikudaginn 3. mars mun Anna Lilja Þórisdóttir, MA í blaða- og fréttamennsku, fjalla um glænýja meistararannsókn sína sem nefnist Dáðleysi kvenna. Eða er öðru um að kenna? Stjórnmálakonur í fjölmiðlum fyrir Alþingiskosningarnar 2009.
Fyrirlesturinn verður fluttur kl. 12.00 í stofu L 201 í Sólborg v/NorðurslóðAnna Lilja skoðaði hversu oft stjórnmálakonur og karlar birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu mánuðinn fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Hún skoðaði bæði fréttir og aðra kosningaumfjöllun og einnig kynjahlutfall álitsgjafa og sérfræðinga.
Rannsóknin leiddi í ljós að umfjöllunin endurspeglaði ekki kynjahlutföll frambjóðendanna í Alþingiskosningunum 2009. Stjórnmálakarlar fengu meiri umfjöllun en fjöldi þeirra á framboðslistum gaf tilefni til og stjórnmálakonur fengu á sama hátt minni umfjöllun. Stjórnmálakarlar og -konur voru jafn virk við að senda inn greinar til dagblaðanna tveggja. Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður fyrri rannsókna og settar í samhengi við siðareglur fjölmiðla og lög og reglugerðir sem kveða á um jafnan rétt kynjanna.
Anna Lilja lauk meistaraprófi í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands, félags- og mannvísindadeild félagsvísindasviði - í febrúar síðastliðnum.
Anna Lilja er með B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands 1996, lauk prófi í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ 2002 og MA frá HÍ 2010. Anna Lilja hefur starfað við blaðamennsku, kennslu og vefstjórn.