Dagatal 2018

Starfsfólk Jafnréttisstofu er nú að undirbúa útsendingu á dagatali fyrir 2018. Að þessu standa Jafnréttisstofa og Vinnueftirlitið sameiginlega að útgáfu dagatalsins. Dagatalið er sent út til stærri fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga, framhaldsskóla og ýmissa félagasamtaka.


Markmiðið með útgáfunni er að vekja athygli atvinnurekenda á þeirri skyldu sinni að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Liður í því er að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Á dagatalinu er teikning eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, skilgreiningar og dæmi um óæskilega hegðun á vinnustað.