- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal fyrir árið 2015, þar sem þess er minnst að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu í fyrsta skipti kosningarétt.
Forsaga kosningaréttar kvenna er sú að Alþingi samþykkti haustið 1913 og staðfesti 1914 stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis.
Í tilefni tímamótanna starfar framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar og hefur umsjón með ýmsum viðburðum á árinu. Um nefndina og viðburði sem hún stednur fyrir má lesa á heimasíðunni kosningarettur100ara.is
Þeir sem hafa áhuga á að eignast dagatalið geta sent póst á netfangið jafnretti@jafnretti.is
Jafnréttisstofa sendir dagatalið gegn greiðslu sendingakostnaðar.