- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Mánudaginn 16. mars mun Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjalla um samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans.
Nú er komið að síðasta erindinu í fyrirlestraröð jafnréttisnefndar Háskóla Íslands um fjölskyldumál og jafnrétti. Mánudaginn 16. mars kl. 12-13 í Norræna húsinu mun Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjalla um samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans. Brynhildur G. Flóvenz, lektor í lögfræði og formaður jafnréttisnefndar Háskóla Íslands, mun stýra umræðum að loknu erindi Ingólfs. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Nánar um erindi Ingólfs:
Ég vildi ekki akta á þetta. Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans
Samskipti kynjanna í sambúð og hjónabandi hafa þróast frá niðurnegldum hlutverkum byggðum á hefð til (takmarkaðra) samninga um verkaskiptingu. Mara fortíðarinnar sýnir sig í því að konur semja sig frá verkum en karlar til þeirra.
Í fyrirlestraröðinni er fjallað um samtvinnun fjölskyldu- og jafnréttismála frá ýmsum sjónarhornum, og hvernig karlar og konur, stofnanir og fyrirtæki geta og hafa tekist á við þann vanda sem fylgir því að taka þátt í atvinnulífinu eða mennta sig, samhliða því að eiga og byggja upp gott fjölskyldulíf. í fyrirlestrunum er m.a. horft til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað að undanförnu í efnahags-, atvinnu- og menntamálum, og hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á fjölskyldulíf fólks.