- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Niðurstöður íslensku Jafnréttisvogarinnar voru kynntar fyrr á árinu, en um var að ræða Evrópuverkefni þar sem staða jafnréttismála í sveitarfélögum var mæld. Gagnaöflun fór fram á árinu 2007 og í nokkrum tilfellum skiluðu gögn frá sveitarfélögum sér ekki inn í Jafnréttisvogina. Ákveðið hefur verið að taka tillit til gagna frá þeim sveitarfélögum sem skiluðu seint á árinu og hefur röðun íslensku sveitarfélaganna nú verið endurreiknuð.
Efstu fjögur sætin eru óbreytt og Akureyrarbær er sem áður það sveitarfélag sem hæsta einkunn fær í Jafnréttisvoginni. Helstu breytingarnar frá fyrri niðurstöðum eru þær að Hafnarfjarðarbær og Dalvíkurbyggð hækka sig nokkuð, en Hafnarfjarðarbær fer úr 10. sæti í það fimmta og Dalvíkurbyggð úr 14. sæti í það sjöunda. Reykjanesbær fer einnig úr 19. sæti í 12. sætið.
Neðar á listanum stekkur Seyðisfjarðarkaupstaður upp um átta sæti, úr sæti 36 í 28. Tálknafjörður fer einnig úr 41. sæti í það 34. Neðst á listanum hækkar Fjarðabyggð úr sæti 72 í 67 og Þingeyjarsveit fer úr sæti 68 í 61. Endanlega röð sveitarfélaga í Jafnréttisvoginni fyrir árið 2007 má sjá hér og Íslandskort með niðurstöðum verkefnisins hér.