Er jafnrétti á þínum vinnustað?

Jafnréttisstofa stendur þann 4.júní nk. fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á Reyðarfirði.


Samkvæmt jafnréttislögum (13. gr.) ber sveitarfélögum ásamt fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Jafnréttisstofa býður nú fyrirtækjum og stofnunum upp á námskeiðið í gerð jafnréttisáætlana en á þeim er fjallað um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða, stöðu kynjanna í íslensku samfélagi, hvers vegna jafnréttisáætlanir eru mikilvægar og hvernig hægt er að setja sér skýr markmið og fylgja þeim eftir.

Markmið námskeiðanna er fræðsla um jafnréttismál ásamt því að auðvelda vinnu við gerð jafnréttisáætlana og framkvæmd þeirra. Þátttökugjald er 6.000 kr.

Námskeið á Reyðarfirði

4. júní 2007, kl. 9:30-12:30

Í Heiðarbæ að Melgerði 13

Nánari upplýsingar og skráning í síma

460-6200 eða með tölvupósti á Jafnréttisstofu.