Er tími til að njóta lífsins?

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða Alþýðusamband Íslands, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð til hádegisverðarfundar mánudaginn 9. mars 2015 þar sem fjallað verður um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík kl. 11:45 til 13:00.

Erindi á fundinum:

Ragnheiður Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. - Vinna Íslendingar of mikið?

Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við HÍ. - Rjúkandi rúst? Fæðingarorlof í hruni og endurreisn

Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði. - Samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna


Fundarstjóri verður Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. 

Aðgangseyrir er kr. 2600 og innifalinn er léttur hádegisverður.

Facebooksíða fundarins

----
Sjá nánar hér