- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Meðal þess sem gera þarf til að fjölga körlum í kvennastéttum og konum í karlastéttum er að byrja strax á leikskóla að vinna með kynbundin viðhorf nemenda til starfa. Einnig þarf að efla kynjafræðiþekkingu kennara og auka skilning foreldra á mikilvægi jafnréttisuppeldis. Þetta kemur fram í grein Arnfríðar Aðalsteinsdóttur, sérfræðings á Jafnréttisstofu, þar sem hún spyr hvað gera þurfi til að jafna hlut kynjanna í námi á háskólastigi.
Í greininni eru birtar tölur um hlutfall kynja í einstökum háskólum sem sýna að mestur kynjahalli er í Háskólanum á Akureyri en minnstur í Háskólanum í Reykjavík. Ástæður fyrir þessum mun á skólunum er einkum að finna í námsframboði og hefðbundnu vali kynja á námsleiðum.
Þá kemur í ljós, þegar skoðaðar eru tölur um hlut kynja innan deilda Háskóla Íslands, að karlar eru í minnihluta í flestum deildum nema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Konur eru hinsvegar í miklum meirihluta á flestum öðrum sviðum. Á Heilbrigðisvísindasviði eru konur meðal annars í meirihluta nema í tannlækna og læknadeild.
Greinina má lesa hér