- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) kemur fram að launamunur kynjanna sé 16,2%. Er þá um að ræða meðaltalsmun á tímakaupi kvenna og karla í öllum aðildarlöndum ESB. Dagurinn í dag, 28. febrúar, er 59. dagur ársins og markar því þann fjölda daga sem konur þurfa að vinna aukalega til þess að vinna sér inn jafn há laun og karlar á einu ári. Til að varpa ljósi á vandamálið og auðvelda aðildarríkjum ESB að vinna gegn launamisrétti hefur framkvæmdastjórnin tekið saman gögn og upplýsingar um fyrirmyndaaðgerðir.„Evrópski jafnlaunadagurinn minnir okkur á það óréttlæti sem konur standa enn frammi fyrir á vinnumarkaði. Þó að launamunurinn hafi minkað undanfarin ár, er ennþá ekki ástæða til að fagna. Launamunurinn er mjög mikill og breytingarnar sem við höfum séð undanfarið hafa fremur átt sér stað vegna minnkandi tekna karla en aukinna tekna kvenna“, segir Viviane Reading, framkvæmdastýra dómsmála og grundvallarréttinda í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Grunnreglan um sömu laun fyrir sömu störf hefur verið í sáttmálum Evrópusambandsins frá árinu 1957. Það er komin tími til að koma grunnreglunni í framkvæmd alls staðar. Vinnum saman að því að ná árangri. Ekki bara á degi jafnra launa, heldur alla 365 daga ársins!“
Myndband til að vekja fólk til umhugsunnar um launamun kynjanna.
Nánari upplýsingar um jafnlaunadaginn.