- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum er gefinn út af Evrópusamtökum sveitarfélaga (CEMR) sem Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að. Fjöldi fólks lagði hönd á plóg við gerð sáttmálans, þ.e. kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélaga, sérfræðingar um jafnréttismál og margir fleiri, en verkefnið var styrkt af Evrópusambandinu.
Alls hafa um 700 sveitarfélög, af öllum stærðum og gerðum, vítt og breytt um Evrópu, undirritað sáttmálann og stöðugt fleiri bætast í hópinn. Á ráðstefnu sem haldin var nýlega lýstu fulltrúar margra þeirra yfir ánægju með sáttmálann. Athygli vakti að hann virðist bæði vera hentugt tæki fyrir sveitarfélög í löndum þar sem jafnréttisumræðan er skammt á veg komin, eins og til dæmis víða í Austur-Evrópu, en einnig í löndum þar sem hún er lengra komin, svo sem á Norðurlöndunum. Það kemur meðal annars til af því að sáttmálinn er yfirgripsmikill en hann skiptist í eftirfarandi kafla:
Margt af því sem tiltekið er í sáttmálanum er þegar fyrir hendi í íslenskum sveitarfélögum enda bundið í lög á Íslandi, en annað er nýtt og athyglisvert og skapar sóknarfæri fyrir sveitarfélögin á þessu sviði. Í sáttmálanum er kveðið á um að þau sveitarfélög sem undirrita hann skuldbindi sig til að gera jafnréttisáætlun (aðgerðaáætlun) um helstu forgangsmál og hvernig þau ætli að ná árangri á þeim sviðum. Á framangreindri ráðstefnu kynnti CEMR drög að leiðbeiningum um gerð slíkra áætlana auk þess sem kynntar voru aðgerðaráætlanir nokkurra sveitarfélaga.
Kynningarfundur um Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum verður haldinn þriðjudaginn 6. maí næstkomandi og verður boð á hann sent sveitarfélögum þegar nær dregur. Nánari upplýsingar á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.