- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri. Mikil fjölbreytni var í viðskiptahugmyndum umsækjenda en meðal þeirra verkefna sem styrkt eru má nefna vöruþróun í lífrænni sultugerð, stofnun og markaðssetning á útfararstofu, sala á lifandi fé auk ýmiss konar verkefna sem ætlað er að styrkja ferðaþjónustu, meðal annars á Patreksfirði, Bakkafirði og í Húnaþingi.
Samhliða stórauknu fjármagni til styrkja atvinnumála kvenna hefur verið ákveðið að efla til muna stuðning og ráðgjöf við konur sem hafa áhuga á að vinna með sínar viðskiptahugmyndir í samstarfi við aðrar konur um allt land. Vinnumálastofnun mun innan tíðar kynna þá þjónustu betur, en þessa dagana er verið að auglýsa eftir starfsmanni sem mun annast það verkefni innan stofnunarinnar.
Seinna á þessu ári verður úthlutað 50 milljónum króna í styrki til atvinnumála kvenna. Með þeirri úthlutun opnast tækifæri fyrir fleiri konur til að láta drauma sína rætast og skapa sér áhugaverð atvinnutækifæri og vinna um leið að eflingu atvinnulífs í sínu byggðarlagi.
Listi yfir styrki til atvinnumála kvenna og lýsing á verkefnum er að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.