- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Markmið verkefnisins er að rannsaka og bæta tækifæri karla til að samhæfa atvinnu og fjölskyldulíf í þeim tilgangi að styrkja og ýta undir vilja karla til að taka að sér umönnunarhlutverk. Jafnréttisstofa tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands en önnur samstarfslönd eru Noregur, Slóvenía, Spánn og Þýskaland.
Nánari upplýsingar um verkefnið má fá á heimasíðu þess. Á lokaráðstefnunni í október verða helstu niðurstöður rannsókna kynntar, kafað verður dýpra í ýmsa þætti sem vöktu athygli og hvað unnt sé að gera í framhaldinu.