FÖGNUM FJÖLBREYTILEIKANUM

Dagatal Jafnréttisstofu fyrir árið 2017 er komið út. Að þessu sinni er dagatalið helgað mannréttindabaráttu í víðum skilningi með tilvitnun í 65. grein stjórnarskrár Íslands en þar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ 

Að venju er dagatalinu dreift til sveitarfélaga, skóla, stofnanna og fyrirtæja um land allt. Þeir sem hafa áhuga á að eignast dagatalið geta sent póst á netfangið jafnretti[hjá]jafnretti.is eða hringt í síma 460-6200 og fengið það sent sér að kostnaðarlausu. Stærð dagatalsins er 38*62cm.

 

Þórey Mjallhvíti H. Ómarsdóttur á heiðurinn af myndinni sem prýðir dagatalið. Þórey hefur myndskreytt fjölda bóka auk þess sem hún hefur unnið að hreyfimyndum fyrir heimildamyndir og stuttmyndir.