Forsætisráðherra vinnur að jafnréttisáætlun HeForShe

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er einn tíu þjóðarleiðtoga sem mun leiða nýtt alþjóðlegt verkefni sem kallast IMPACT 10x10x10 og er liður í HeForShe verkefni UN Women. 

Verkefnið mun leiða saman  tíu stjórnmálaleiðtoga, tíu alþjóðleg fyrirtæki og tíu háskólastofnanir með það að markmiði að stuðla að jafnrétti kynjanna með aukinni þátttöku karla í umræðu um jafnrétti.


Þátttaka Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér skuldbindingu stjórnvalda um að vinna að jafnrétti með ýmsu móti. Þannig mun forsætisráðherra kynna og styðja almenn markmið HeForShe verkefnisins á Íslandi ásamt því að leiða sérstök verkefni á sviði jafnréttismála.

Meðal þjóðarleiðtoga sem taka þátt í verkefninu eru Sauli Niinistö, forseti Finnlands; Shinz? Abe, forsætisráðherra Japans; Arthur Peter Mutharika, forseti Malaví; Kagame, forseti Rúanda; og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Upplýsingar um fleiri þátttakendur, og verkefnið sjálft, má finna á heimasíðu HeForShe.