- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á málþinginu verður fjallað um ýmsar þær spurningar sem máli skipta fyrir menntastofnanir sem vilja leggja áherslu á jafnréttismál í sínu starfi og skapa samfélag fjölbreytileikans innan sinna veggja. Þetta verður gert með umræðum í vinnustofum, erindum og pallborðsumræðum.
Kristín Ingólfsdóttir rektor mun setja málþingið og síðan flytja erindi þau Jón Atli Benediktsson, prófessor í verkfræði og þróunarstjóri HÍ, Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki og formaður jafnréttisnefndar KHÍ, og Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaður rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Fundarstjóri verður Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði og formaður jafnréttisnefndar HÍ.
Fjórar vinnustofur, þar sem jafnréttismál verða rædd frá ýmsum hliðum, verða í boði og er allt áhugafólk um jafnréttismál hvatt til að taka þar þátt. Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum, en í pallborði verða fulltrúar úr röðum fræðafólks, stjórnsýslu HÍ, nemenda og Jafnréttisstofu.
Málþingið verður í Öskju og hefst það kl. 13 og lýkur með móttöku kl. 17. Ítarlega dagskrá má finna á vef Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum: www.rikk.hi.is.