Fræðslu- og samráðsfundur jafnréttisnefnda

Fræðslu- og samráðsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Örk þann 21.-22. september.
Á fundinum verður fjallað sérstaklega um gerð jafnréttisáætlana og framkvæmd þeirra. Lögð verða drög að samstarfi nýrra jafnréttisnefnda næstu fjögur árin og möguleg samstarfsverkefni rædd. Jafnréttisfulltrúar og fulltrúar í jafnréttisnefndum kynna starf sitt. Einnig munu Jafnréttisstofa og félagsmálaráðuneytið kynna verkefni sem áætlað er að vinna á kjörtímabilinu. Verið er að ganga frá endanlegri dagskrá fundarins og verður hún birt hér í vikunni.

Skráning er hafin, skráningarblað má finna hér á word formati. Skráningarblað sendist sem viðhengi á jafnretti@jafnretti.is eða með símbréfi á nr. 460 6201.