- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í grein sem Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu skrifar í Fréttablaðið þann 6. desember síðastliðinn skorar hún á stjórnvöld að ljúka nauðsynlegum aðgerðum til að fullgilda Istanbúlsamninginn.
Samningurinn, sem kenndur er við borgina Istanbúl, kveður meðal annars á um réttindi brotaþola og skyldur ríkja til að kveða niður og fyrirbyggja ýmiss form ofbeldis gegn konum. Þá fjallar samningurinn einnig um nauðsynlegar ráðstafanir varðandi fræðslu fyrir almenning, stjórnvöld og fagaðila.
Á Íslandi er ekki í gildi heildstæð aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrsta aðgerðaáætlunin sem var samþykkt rann út árið 2011.