- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Evrópuráðið kynnti í september á þessu ári, á ráðherrafundi í Vilníus, fyrsta alþjóðlega rammasáttmála um gervigreind – mannréttindi – lýðræði og réttarríkið. Sáttmálinn var undirritaður af Andorra, Georgía, Íslandi, Noregi, Moldóvu, San Marínó, Bretlandi, ásamt Ísrael, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Sáttmálinn leggur til mikilvæg alþjóðleg viðmið til að takast á við siðferðilegar og lagalegar áskoranir gervigreindar, efla traust, nýsköpun og tryggja að gervigreind samræmist lýðræðislegum gildum aðildaríkja Evrópuráðsins.
Á 26. fundi Jafnréttisnefndar Evrópuráðsins, sem fór fram í Strassborg dagana 19. - 21. nóvember, voru kynntar frumniðurstöður sameiginlegrar vinnu Jafnréttisnefndarinnar og annarra deilda Evrópuráðsins við ritun sérstakra tilmæla um jafnrétti og gervigreind, sem fyrirhugað er að Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykki á næsta ári. Vinnan hefur þegar leitt af sér drög að tilmælum, sem í framhaldinu verða rædd og samþykkt í Jafnréttisnefndinni. Samkomulag um efnistök sýna mikilvægi þess að þróun gervigreindar hafi hliðsjón af alþjóðlegum skuldbindingum aðildaríkjanna á sviði mannréttinda, taki á áhættum sem fylgja hlutdrægni og ójöfnuði, setji skýrar reglur um eftirlit með hagnýtingu gervigreindar, verndi einstaklinga og stuðli að skýrri stefnu um söfnum gagna ásamt því að skilgreina mótvægisaðgerðir vegna hættu sem kann að stafa af notkun gervigreindar.
Leiðarljós þessar vinnu jafnréttisnefndarinnar er rannsókn á áhrifum gervigreindar á mismunun og jafnrétti, skýrsla sem gefin var út árið 2023. Skýrslan kannar áhættu mismununar, núverandi lagaramma og möguleika tækninnar til að efla jafnrétti, þar sem í síðasta hluta skýrslunnar er áhersla lögð á jákvæðar aðgerðir og skyldur til að draga úr mismunun.