- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árlegur samráðsfundur jafnréttisfulltrúa ráðuneyta og starfsfólks Jafnréttisstofu fór fram á Jafnréttisstofu þann 9. september sl. Þar var farið yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þau verkefni sem eru í gangi innan ráðuneytanna eða í undirstofnunum þeirra. Meðal annars var sjónum beint að formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 en þá stendur mikið til hvað varðar jafnrétti kynjanna. Að þessu sinni voru tvær mismununartilskipanir Evrópusambandsins kynntar sérstaklega og rætt um þá réttarvernd sem þær munu veita hér á landi en til stendur að innleiða þær á næstu mánuðum. Þær munu hafa í för með sér verulegar breytingar á stjórnsýslu jafnréttismála. Gestafyrirlesari á fundinum var dr. Finnur Friðriksson en hann fjallaði um rannsóknir sínar á málfari kynjanna m.a. í netmiðlum. Að lokum var starfsáætlun jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna til umræðu og hugmyndir settar fram um sérstakan fræðsludag fyrir starfsfólk ráðuneytanna á komandi vori.