- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hefur birt samantekt úr greinargerðum framhaldsskólanna um fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni.
Jafnréttisstofa óskaði þann 7. október 2022 eftir stöðumati frá framhaldsskólum á eftirfarandi þáttum í jafnréttisáætlunum þeirra:
Helstu niðurstöður eru þær að allir framhaldsskólarnir sem svöruðu beiðni Jafnréttisstofu eru með gilda viðbragðsáætlun fyrir utan tvo skóla þar sem slík áætlun er í smíðum. Þeir skólar sem svöruðu beiðni Jafnréttisstofu um upplýsingar viðhafa fjölbreyttar ráðstafanir til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni og koma í veg fyrir mismunun innan veggja skólans. Helst standa skólarnir fyrir fræðslu til nemenda og/eða starfsfólks auk ýmissa áherslna til að valdefla nemendur, tryggja öryggi og góða líðan þeirra, góða skólamenningu og staðblæ.
Af niðurstöðunum má draga að tryggja þurfi betur að fyrirbyggjandi aðgerðir nái til alls starfsfólks og nemenda. Einnig þarf að tryggja að viðbragðsáætlanir séu skýrar bæði að eðli og umfangi, þær þurfa að innihalda viðbrögð bæði gagnvart þolanda og geranda.
Svarhlutfall var 64% og samkvæmt því ættu þær aðgerðir sem samantektin nær til að ná til um 81% framhaldsskólanemenda á landinu.
Samantektina má nálgast hér.