Fyrirlestur Ruth Rubio-Maríon

Jafnréttisstofa birtir í dag fyrirlestur spænska lagaprófessorsins Ruth Rubio-Marín, í íslenskri þýðingu Ingunnar Sigríðar Árnadóttur, sem nú er að ljúka meistaraprófi í lögfræði. 

Fyrirlesturinn var haldinn þann 6. maí síðastliðinn, sem inngangsræða á ráðstefnunni Konur í Evrópu og umheiminum (Women in Europe and in the World) og fjallar um birtingarmyndir kúgunar kvenna í Evrópu. Umræðan tekur sérstaklega fyrir ofbeldi gegn konum, misneytingu og jaðarsetningu, valdaleysi ásamt því að ræða tengsl jafnréttis og menningarlegrar heimsvaldastefnu. 

Ruth Rubio-Maríon telur að umræða um jafnréttismál standi á tímamótum og segir að ef ekki verði tekist á við þau málefni sem tengjst lýðræði og stöðu kvenna, geti það haft alvarlegar afleiðingar á samfélagsþróun í Evrópu. 

Fyrirlesturinn birtist nú í dag á fjölmörgum tungumálum, víða í Evrópu – enda athyglisvert innlegg í umræðu um stöðu kynjanna (Sjá: Hér)


Um Höfundinn:

Ruth Rubio- Marín gegnir stöðu prófessors í samanburðarlögfræði á sviði opinbers réttar og stjórnskipunarréttar  við European University Institute í Flórens á Ítalíu. Hún hefur áður gegnt stöðu prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Sevilla á Spáni, og kennt við lagadeild Hauser Global Law School við New York University. Viðfangsefni hennar eru meðal annars samanburðarlögfræði á sviði stjórnskipunarréttar, mannréttindi, þróun fólksflutninga, réttindi minnihlutahópa og feminísk lögfræði. Hún hefur skrifað og ritstýrt þónokkrum bókum, þar á meðal: Immigration as a Democratic Challenge (Cambridge University Press, 2000); The Gender of Constitutional Jurisprudence, Rubio-Marin og Baines (ritstj.), (Cambridge University Press, 2004); What Happened to the Women? Gender and Reparations for Human Rights Violations, Rubio-Marín (ritstj.), (Social Science Research Council, New York, 2006) and The Gender of Reparations: Subverting Sexual Hierarchies while Redressing Human Rights Violations, Rubio-Marín (ritstj.), (Cambridge University Press 2009); The Battle for Female Suffrage in the EU: Voting to Become Citizens (ritstj. ásamt Ruiz, B. Rodriguez), (Brill, 2012) og Migration and Human Rights (ritstj.), (Oxford University Press, 2014).

Mynd: https://stateoftheunion.eui.eu/sou2016_address/