- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Birtur hefur verið nýjasti úrskurður kærunefndar jafnréttismála, en um er að ræða fyrsta úrskurð nefndarinnar samkvæmt nýjum jafnréttislögum, nr. 10/2008. Úrskurðurinn varðar uppsögn og var það niðurstaða nefndarinnar að ekki væri um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að ræða. Kærandi var kona sem taldi að sér hefði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður hjá Securitas sökum kynferðis.
Þetta er fyrsti úrskurður kærunefndar jafnréttismála á þessu ári. Á árinu 2008 sendi kærunefndin frá sér álit í níu málum. Í einu tilfelli taldi nefndin að jafnréttislög hefðu verið brotin. Úrskurð kærunefndarinnar má lesa hér.