- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Akureyrarbær og Mosfellsbær urðu í síðustu viku fyrstu íslensku sveitarfélögin til þess að undirrita Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarstjórnum og héruðum. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, skrifaði undir sáttmálann í lok landsfundar sveitarfélaga, sem haldinn var sl. föstudag, en Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, skrifaði undir sáttmálann fyrr í vikunni.Jafnréttissáttmálinn er ekki lagalega bindandi, en hann felur í sér pólitíska viljayfirlýsingu viðkomandi sveitarfélags um að vinna að auknu jafnrétti karla og kvenna. Þessi sáttmáli hefur náð mikilli útbreiðslu í Evrópu og hafa yfir 500 sveitarfélög og héruð undirritað hann. Sáttmálinn felur í sér ýmis nýmæli fyrir íslensk sveitarfélög í jafnréttismálum og getur hann reynst þeim öflugt verkfæri til að vinna að jafnrétti kynjanna.
Í ályktunum sínum hvöttu landsfundargestir sveitarstjórnir mjög eindregið til þess að undirrita sáttmálann. Jafnréttissáttmálann í heild sinni má skoða hér og ályktanir landsfundarins hér.