- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa heldur Grænt bókhald í samræmi við Græn skref fyrir ríkisstofnanir og hefur árlega skilað því til Umhverfisstofnunar fyrir árin 2019-2022.
Græna bókhaldið tekur til þeirra þátta sem hafa hve mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri:
Niðurstöður úr Grænu bókhaldi Jafnréttisstofu fyrir árið 2022 liggja fyrir og helstu niðurstöður er þessar:
Losun CO2 var 1,4 tonn. Það er að mestu leyti vegna flugsamgangna (um 1 tonn), aðrir þættir eru akstur, rafmagn og úrgangur. Þetta er örlítil bæting frá árinu 2021 þegar heildarlosun var 1,6 tonn.
Hlutfall umhverfisvottaðra vara og þjónustu er 100% (skrifstofupappír, ræstiþjónusta, ræsti- og hreinsiefni). Það er sami árangur og náðst hefur undanfarin ár.
Hlutfall endurvinnslu var 84%. Árangur hefur verið svipaður síðustu ár en hefur sveiflast á bilinu 89-94%
Samkvæmt umhverfis- og loftslagsstefnu Jafnréttisstofu verður unnið enn frekar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að kolefnisjafna flug og velja umhverfisvænni bílakosti.