- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa stendur fyrir hádegisfundum í dag á Akureyri og í Reykjavík í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars sl.Á Akureyri:
Fundur á Hótel KEA um stöðu og tækifæri kvenna í stjórnmálum kl. 12:00-13:15.
Efni fundarins er staða og tækifæri kvenna í stjórnmálum á Íslandi, en hlutfall kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum hefur lengi staðið í stað og því þörf að ræða hvernig úr því má bæta.
Frummælendur eru:
Valgerður Sverrisdóttir, alþingiskona
Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur
Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri
Fundurinn er öllum opinn og boðið upp á samlokur og kaffi.
Í Reykjavík.
Fundur á Grand Hótel Reykjavík- Hvammi kl. 11:45-13:00.
Frummælendur eru:
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur "Jafnréttisávarpið-þótt fyrr hefði verið"
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formaður nefndar
um áhrif efnahagsástandsins á stöðu kvenna Áhrif efnahagskreppunnar á stöðu kvenna
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,
framkvæmdastýra UNIFEM Kynjuð hagstjórn
Í upphafi er framreidd súpa, gratínerað brauð og kaffi. Verð 1.500 kr.
Að fundinum standa ASÍ, BHM, BSRB, SSF Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa