- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi les Bjarni Fritzson upp úr nýútkominni bók sinni „Strákar“ og spjallar við gesti í Eymundsson, föstudainn 29. október. Bjarni segir að nóg sé komið af því að tala um stráka, nú þurfi að tala við strákana sem oft skorti heilbrigðar fyrirmyndir og fræðslu. Bókina skrifar Bjarni með Kristínu Tómasdóttur sem áður hefur gefið úr þrjár bækur um stelpur.
Bókin fjallar um líf stráka frá öllum mögulegu hliðum. „Við vildum hafa bókina fulla af áhugaverðum fróðleiksmolum en hafa hana skemmtilega í senn,“ segir Bjarni. Ýmsir þekktir einstaklingar leggja hönd á plóg til að fá víðari innsýn í efnið og miðla reynslu sinni.