Hátíðardagskrá 19. júní 2008


Í dag eru liðin 93 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895.   Í tilefni dagsins er boðið upp á fjölbreytta dagskrá víða um landið.Akureyri:

Gróðursetning í Vilhelmulundi
Í dag kl. 12.15 fer fram gróðursetning  í Vilhelmínulundi við Hamra sem samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar stendur fyrir.

Vilhelmínulundur er tileinkaður Vilhelmínu Lever verslunarborgarinnu á Akureyri. Dagskráin hefst við minningarskilti um Vilhelmínu við Hamra ofan Akureyrar . Flutt verður stutt ávarp, settar niður plöntur og boðið upp á kaffi og kleinur. Til nánari glöggvunar skal tekið fram að Vilhelmínulundur er við göngustíginn sem liggur meðfram tjaldsvæðinu að Hömrum.

Kvennasögugöngu  um innbæinn á Akureyri
-  í boði Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Zonta-klúbbana á Akureyri.
 
Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna.
Áður en gangan hefst  mun Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, ávarpa göngugesti en síðan verður haldið af stað sem leið liggur inn innbæinn.  Á  leið  um innbæinn munu göngugestir vitja ýmissa kvenna sem bjuggu og störfuðu í innbænum.  Staldrað verður við heimili Vilhelmínu Lever, Ragnheiðar O. Björnsson, Önnu Þorbjargar, Elísabetar Geirmundsdóttur og fleiri kvenna í innbænum.  Í lok göngu mun Valgerður Bjarnadóttir flytja ávarp.

Zontaklúbbarnir á Akureyri afhenda Aflinu styrktarfé
Dagana 7. og 8. mars sl. stóðu Zontakonur á Íslandi fyrir sölu á gullrósarnælu undir yfirskriftinni ,,Zonta gegn kynferðisofbeldi“. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur Stígamótum og systursamtökum þeirra á kvenréttindadaginn 19. júní. Á Akureyri munu Zontaklúbbarnir á Akureyri afhenda Aflinu styrktarfé sem hljómar upp á 1 milljón krónur.

Að lokinni kvennasögugöngu og styrktarafhendingu verður boðið upp á kaffi í húsi Zontaklúbbs Akureyrar.


Reykjavík:

Femínistafélag Íslands
Í tilefni dagsins stendur Femínistafélag Íslands fyrir eftirfarandi viðburðum:

Afhendingu Bleiku steinanna við styttu Jóns Sigurðssonar kl 11:00

Afhendingu styrkjar FÍ í Konukoti kl 12:00


Hátíðardagskrá Kvenréttindafélags Íslands

Kl. 16:15         
Kvennasöguganga undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands. Gangan hefst við Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs í Reykjavík. Gengið verður um Þingholtin, Kvosina og endar við Hallveigarstaði v/Túngötu.

17:00         
Móttaka Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík í samkomusal Hallveigarstaða, kjallara. Erindi flytja:

• Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ
• Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður
• Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní


17:30                    Veitingar og kaffispjall.


Til hamingju með daginn!