Heimilisfriður - Heimsfriður

Þann 25. nóvember hefst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, átak sem rekja má allt aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Átakið hefst á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum og því lýkur 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.



















Dagskrá 16 daga átaksins á Akureyri og í Reykjavík


Miðvikudagur 25. nóvember

17:00 Ljósaganga frá Akureyrarkirkju niður á Ráðhústorg.
Á Ráðhústorgi tekur göngufólk höndum saman hugleiðir og syngur í nafni friðar.

17:30 Kvikmyndin Girl rising sýnd í Sambíóinu.
Myndin sýnir hvernig menntun getur rofið vítahring ofbeldis og fátæktar.
Zontakonur bjóða í bíó en tekið er við frjálsum framlögum til styrktar Aflinu.

19:00 Ljósaganga UN Women frá Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar.
Gengið er fylgtu liði Lækjargötuna, upp Amtmannsstíginn og endað við Bríetartorg
Yfirskrift ljósagöngunnar í ár er "Heyrum raddir allra kvenna"
Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú leiðir gönguna í ár og flytur hugvekju.
Hægt verður að kaupa kerti á 500 krónur.
Jólagjöf UN Women, Ljósastaur í Nýju Delí, verður einnig til sölu á 3.000 krónur.

Föstudagur 4. desember

12:45 – 16:30 Opið málþing um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum,
heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum.

Málþingið sem er haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri er öllum opið.
Þátttöku skal tilkynna á netfangið arnfridur@jafnretti.is
Að málþinginu standa Jafnréttisstofa, Aflið og Heilbrigðisvísindasvið
Háskólans á Akureyri.

17:00 – 20:00 Opið hús hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi.
Brekkugötu 34, - boðið upp á súpu, brauð og kynningu á starfi Aflsins.

Laugardagur 5. desember

13:00 – 17:00 Bréfamaraþon á vegum Amnesty International á Eymundsson.


Fimmtudagur 10. desember

8:30 - 10:15 Málþing UNICEF & UN Women um menntun og valdeflingu kvenna og stúlkna í Afganistan
Málþingið er í boði forsætis-, utanríkis- og velferðarráðuneytanna.  
Fyrirlesarar: 
Guissou Jahangiri, baráttukona fyrir réttindum kvenna í Afganistan.
Razia Stanikzai, sérfræðingur í menntamálum í Afganistan
Fatima Hossaini, sérfræðingur í réttindum stúlkna með sérstaka áherslu á þvinguð hjónabönd
-Morgunverður í boði. Frjáls framlög við inngang sem renna til verkefna UNICEF og UN Women.

17:00 Samverustund á Amtsbókasafninu.
Sagt frá komu flóttafólks til Akureyrar.
Friðarkaffi, kakó, söngur og ljóðalestur.


Dagskrá 16 daga átaksins á Akureyri er í höndum Jafnréttisstofu, Akureyrarbæjar, Aflsins, Háskólans á Akureyri, VMA, MA, KvikYndi, Amnesty International, Zontaklúbbs Akureyrar, Zontaklúbbsins Þórunn hyrna og Amtsbókasafnsins á Akureyri