- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á vef Hagstofu Íslands ber að líta bráðabirgðatölur um verkaskiptingu, tíma varið í umönnun og heimilisstörf og áhrifin af kórónuveirufaraldrinum á heimilin.
Á vormánuðum 2021 var átta spurningum bætt við lífskjararannsókn Hagstofunnar í samvinnu við forsætisráðuneytið.
Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið allt og ólík áhrif á mismunandi hópa. Aukin heimavera fylgir fjarvinnu og skertu skólastarfi og vakti það upp spurningar um kynjuð áhrif á heimili landsins og er rannsókninni ætlað að varpa ljósi á þau áhrif.
Meirihlutinn taldi álag af heimilisstörfum vera svipað og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, 76% kvenna og 80% karla en 15% beggja kynja taldi álagið hafa aukist. Töluverður munur reyndist vera eftir því hvort börn voru á heimilinu eða ekki.
Um 9% einstaklinga með börn sögðu verkaskiptinguna á heimilinu hafa verið jafnari en áður en um 7% sögðu hana ójafnari.
Konur með börn á heimilinu verja að meðaltali 22 klukkustundum á viku í umönnun á móti 17 klukkustundum karla með börn á heimilinu. Tími í umönnun er líka misjafn eftir búsetu, pör á landsbyggðinni með börn verja ríflega 46 klukkustundum samtals í umönnun á móti tæpum 44 klukkustundum á höfuðborgarsvæðinu.
Karlar eru sáttari við sitt framlag til heimilisstarfa en konur eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru á móti líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast gera meira en sinn hluta en 9% karla. Auk þess finnst næstum þriðjungi karla, eða 29%, þeir gera minna en þeim ber en aðeins 6% kvenna.
Niðurstöður eru greindar eftir kyni, hvort börn eru á heimilinu eða ekki og því hvort fólk býr innan eða utan höfuðborgarsvæðis.
Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.