- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Síðastliðinn mánudag kom þingflokkur Vinstri grænna í heimsókn á Jafnréttisstofu. Starfsfólk kynnti hlutverk og starfsemi stofunnar fyrir gestunum, sem voru mjög áhugasamir. Rætt var um kynjajafnrétti og mikilvægi þess að gæta þess á þeim umrótatímum sem eru í íslensku samfélagi. Vangaveltur voru meðal annars um það hvort rétt væri að Jafnréttisstofa fengi sambærilegar heimildir til eftirlits og Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið.
Hluti þingflokksins hafði sótt Jafnréttisþingið síðastliðinn föstudag og þar vöknuðu ýmsar spurningar er vörðuðu m.a. launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi og viðurlög og aðgerðir til að ná fram frekari árangri í þessum málaflokki.
Starfsfólk Jafnréttisstofu er alltaf reiðubúið að taka við gestum og hvetur fólk til að hafa samband við stofuna varðandi heimsóknir og fræðslu um jafnréttismál.