Heimsókn frá Helsinki

Jafnréttisnefnd Helsinkiborgar kom til Íslands til að kynna sér stöðu jafnréttismála hér á landi.

Um daginn fengum við á Jafnréttisstofu góða heimsókn frá Finnlandi. Sátu þau hjá okkur heila morgunstund á meðan við kynntum fyrir þeim það helsta í málaflokknum. Fengu þau meðal annars að heyra um stöðu jafnréttismála hérlendis, stjórnskipan jafnréttismála, jafnréttislögin, nýlegar rannsóknir, samstarfsverkefni og helstu aðgerðir. Í kjölfarið voru málin rædd nánar yfir hádegisverði.

 
Áhugasamir gestir frá Finnlandi.


Formaður nefndarinnar er lengst til hægri.


Hjálmar Sigmarsson, nýjasti starfsmaður Jafnréttisstofu kynnir fyrir
gestunum ,,Karlmenn segja NEI átakið''.