- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hleypir af stokkunum herferðinni Orðin okkar til að hvetja fólk til umhugsunar um áhrifamátt orða sinna. Orð geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig nært, huggað og sameinað.
Herferðin er liður í að stuðla að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjast gegn hatursorðræðu og rótum hennar, s.s. fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa.
Herferðina er að finna á ordinokkar.is, auk upplýsinga um hatursorðræðu, lagaumhverfi hennar og hvernig bregðast megi við henni.
Herferðin er unnin með stuðningi forsætisráðuneytisins.