Hjallastefnan fær styrk úr þróunarsjóði grunnskóla

Menntamálaráðuneytið tilkynnti fyrr í dag að úthlutað hafði verði úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2006-2007. Ákveðið var að veita styrki að upphæð alls 13 milljónir króna til 31 verkefnis, en samtals voru umsóknir að þessu sinni 54. Hjallastefnan fær hæsta styrkinn að þessu sinni, eina millj. kr. til þróunar kynjanámskrár Hjallastefnunnar. Jafnréttisstofa vill óska forsvarsfólki Hjallastefnunnar til hamingju.

Nánar