- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 4. desember, frá kl. 8:15 – 10:00, verður haldinn morgunverðarfundur í nýju húsnæði Stígamóta að Laugavegi 170. Á fundinum verður rætt um hlutverk karla í baráttunni gegn ofbeldi.
Hjálmar Gunnar Sigmarsson mun kynna niðurstöður úr nýlegri MA rannsókn sinni í kynjafræði, þar sem hann skoðaði reynslu ungra íslenskra karl-femínista. Í rannsókninni, sem byggði á djúpviðtölum, lögðu viðmælendur Hjálmars meðal annars áherslu á mikilvægi umræðunnar um kynferðisofbeldi gegn konum.