- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 14. október sl. flutti Dr. Cynthia Enloe, stjórnmálafræðingur og rannsóknaprófessor við Clark háskóla í Bandaríkjunum erindi í Háskóla Íslands um stöðu kvenna og styrjaldir. Dr. Cynthia Enloe er heimsþekkt fyrir femíníska greiningu sína á hervæðingu, stríðum, stjórnmálum og hnattvæðingu efnahagskerfa og hefur stundað rannsóknir í Írak, Afganistan, Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar.
Í fyrirlestri sínum fjallar Enloe um áhrif stríða á líf þeirra kvenna og karla sem að þeim koma og fyrir þeim verða, löngu eftir að byssurnar þagna. Enloe bendir á mikilvægi þess að skoða hvaða minningar lifa eftir stríðsátök, hverjir hljóta upphefð t.d. í formi minnisvarða, sögur hverra eru birtar og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir konur og karla.
Hljóðupptöku af fyrirlestri Dr. Enloe How long does 'Post-War' last for Women? Some Feminist Clues. og umræðum má nálgast á vefsíðu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands