- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
"Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum" sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þegar hún tók við jafnréttisverðlaunum fyrir hönd Íslands á þingi Alþjóðasamtaka þingkvenna 27. nóvember síðastliðin.
Verðlaunin voru veitt fyrir bestan árangur við að brúa bil jafnréttis milli karla og kvenna á svæði Evrópu og Mið-Asíu. Við úthlutun verðlaunanna er tekið mið af niðurstöðu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um stöðu jafnréttismála árið 2012. Niðurstaða þeirrar úttektar sýnir að Ísland stendur sig allra þjóða best í samræmdri mælingu á stjórnmálaþátttöku, þátttöku í atvinnulífinu og efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til þess að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu.
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tóku við viðurkenningum fyrir hönd Íslands á þinginu. Í ræðu sinni við viðtöku verðlaunanna sagði Eygló Harðardóttir ennfremur að jafnrétti vera grundvöllur efnahagslegra framfara og velsældar. Þá ítrekaði ráðherra þá stefnu íslenskra stjórnvalda að kynjajafnrétti væri undirstaða vaxtar og framtíðar komandi kynslóða. Ræðuna í heild má sjá hér