- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fjögur Norðurlandanna fimm tróna efst á lista í alþjóðlegri könnun sem gerð var á jafnrétti kynjanna. Svíþjóð er í efsta sæti, þá koma Noregur, Finnland og Ísland.
?The Global Gender Gap Report 2006? hefur kannað hvað gert hefur verið til að tryggja jafnrétti milli karla og kvenna. Niðurstöðurnar birtast á alþjóðlegum lista um jafnrétti. Listinn er unninn af Alþjóðaefnahagsnefndinni (WEF). Kannaðar voru aðstæður í 115 þjóðlöndum, og þau metin með tilliti til þess hvort möguleikar kvenna væru þeir sömu og karla í efnahagslífinu, með tilliti til menntastigs kvenna, heilbrigði og árhrifum þeirra í stjórnmálum. Samkvæmt skýrslunni er jafnrétti minnst í Pakistan, Saudi Arabíu, Tchad og Jemen. Þessi frétt birtist áður í fréttabréfinu "Norðurlönd í dag" 22.11.2006.
Könnun Alþjóðaefnahagsnefndarinnar (WEF)
Viðtal var við Kristínu Ástgeirsdóttur, forstöðumann Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í Speglinum, á rás 2, þann 21. nóvember sl. Hér má hlusta á þáttinn.