- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ísland var eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að undirrita nýjan samning Evrópuráðsins þann 11. maí 2011 um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum sem kenndur hefur verið við borgina Istanbúl þar sem hann var endanlega samþykktur Nú stendur til að ljúka fullgildingu samningsins og innleiða hann á Íslandi. Liður í innleiðingunni er frumvarp til laga um breytingar á hegningarlögum sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Af því tilefni boða Jafnréttisstofa og Mannréttindaskrifstofa Íslands til málþings um Istanbúlsamninginn og innleiðingu hans á Íslandi. Málþingið verður haldinn þann 8.apríl kl. 13-15 í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.
Samningurinn er fyrsti bindandi samningurinn sem tekur heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum. Hann kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að vernda og aðstoða þær konur sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila, forvarnir gegn ofbeldi og að bjóða ofbeldismönnum meðferð.
Dagskrá:
Hver er þessi Istanbúlsamningur og hversvegna skiptir hann máli á Íslandi?
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
Hverju þarf að breyta í íslenskri löggjöf til að innleiða Istanbúlsamninginn hér?
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Þarf fleira til en lagabreytingar til að ná markmiðum Istanbúlsamningsins?
Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona Framsóknarflokksins og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis
Istanbúlsamningurinn og internetið
María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í mannréttindum og internetrétti við Sussex háskóla
Istanbúlsamningurinn: Hinn gullni mælikvarði á meðferð kynferðisbrotamála
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta
Fundarstjóri verður Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum.
Dagskrá í pdf.
Öll velkomin.