Jafnlaunastaðfesting eða jafnlaunavottun?

Fyrirtækjum og stofnunum með 25 – 49 starfsmenn eru boðnir tveir valkostir til þess að fá staðfestingu á því að jafnlaunakerfi þeirra og framkvæmd þess uppfylli kröfur 2. mgr. 8. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Þeir aðilar sem uppfylla skilyrðin fá þessa dagana bréf frá Jafnréttisstofu þar sem óskað er staðfestingar á því hvor leiðin verði fyrir valinu á þar til gerðu eyðublaði í þjónustugátt Jafnréttisstofu.

Valkostirnir eru:

  1. Jafnlaunavottun

Úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar sem staðfestir að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012.

  1. Jafnlaunastaðfesting

Mat Jafnréttisstofu, að undangenginni yfirferð á gögnum, að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.

Í upphafi ársins 2022 verður hægt að sækja um jafnlaunastaðfestingu í þjónustugátt Jafnréttisstofu, jafnframt er unnið að gerð leiðbeininga og í boði verða örnámskeið fyrir þá aðila sem þess óska.

Fyrirtæki og stofnanir með 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu eigi síðar en 31. desember 2022.

 

Nánar um jafnlaunastaðfestingu hér.

Nánar um jafnlaunavottun hér.

Innskráning í þjónustugátt.