Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting - eftirlit Jafnréttisstofu

Með gildistöku nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fékk Jafnréttisstofa það hlutverk að annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli uppfylli þá lagaskyldu að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.

 

Þessa dagana er stofnunin því að senda út bréf til fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna til þess að kalla eftir upplýsingum um stöðuna. Jafnréttisstofa hefur sett upp þjónustuvef þar sem fyrirtæki og stofnanir fylla út viðeigandi eyðublöð með þeim upplýsingum sem kallað er eftir.

 

Nánari upplýsingar um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu má finna á vef Jafnréttisstofu.